Þrettán ára einhverfur drengur heldur tónleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:50 Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins gefa vinnu sína. Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47