Fjórða M-ið á Landspítala: Mýs í húsi húð- og kynsjúkdómadeildar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 14:18 Ekki liggur fyrir hvernig mýsnar komust inn í hús húð-og kynsjúkdómadeildar en þær komust aldrei inn á deildina sjálfar þar sem sjúklingar eru. „Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp. Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp.
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12
M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27