M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:27 Tómas segir að á því húsi þar sem maurarnir fundust hafi ekki verið almennilegt viðhald í áratugi. „Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“ Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12