Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Hrund Þórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:55 Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“ Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. Í þættinum Gulli byggir voru nýlega heimsótt hjón sem þurftu að fjarlægja asbest af heimili sínu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar var rætt við Arnar Guðnason, trésmið, en hann hefur farið á námskeið og hefur þekkingu til að fjarlægja asbest. Sagði hann asbest hafa marga góða eiginleika, og að í raun væri það undraefni. Asbest er hitaþolið og veitir góða eldvörn auk þess sem það er endingargott og það var mjög oft notað í hús áður en fólk áttaði sig á að það væri stórhættulegt. Gullaldartími asbests var um miðja síðustu öld og enn er víða asbest í húsum. Asbest er tiltölulega meinlaust sé það látið vera en brotnar auðveldlega niður sé átt við það og myndar fínsallað ryk sem festist í lungum við innöndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr en áratugum síðar, sem steinlunga eða krabbamein. Afar mikilvægt er því að umgangast efnið rétt og urða það með viðurkenndum leiðum. Asbest er urðað í Álfsnesi. Þar voru í fyrra urðuð 104 tonn en 30 árið þar á undan. Í meðalári er um 70 til 80 tonn að ræða en þar sem ekki eru til upplýsingar um magn af asbesti sem er í umferð er nær ómögulegt að halda uppi eftirliti með því að efnið skili sér rétta leið. Sækja þarf um leyfi hjá Heilbrigðiseftirlitinu til að fá að farga asbesti og kostar það tæpar 24 þúsund krónur. Þá þarf að greiða förgunargjald í Sorpu, lágmark tæpar 3.000 krónur og fá viðurkenndan aðila til að annast verkið. Í tilfelli hjónanna í Gulli byggir voru greiddar 60.000 krónur fyrir manninn í hálfan dag svo samtals greiddu þau tæp 90 þúsund. Þetta finnst Arnari ótækt. „Að borga 24.000 krónur fyrir starfsleyfi til að fá að rífa niður eina plötu finnst mér óásættanlegt,“ segir hann og kveðst hann gera ráð fyrir að fólk fari á skjön við reglur til að forðast kostnað og vesen sem fylgir því að útvega tilskilin leyfi. Auk þess segir hann fræðslu skorta þar sem margir þekki ekki asbest og fargi því á eigin vegum, jafnvel án nauðsynlegra varúðarráðstafana, vegna vanþekkingar. Af hverju er slæmt ef fólk tekur þetta í eigin hendur og hendir asbesti til dæmis bara í næstu gjótu? „Af því að þá getur þetta poppað upp eftir 20 ár til dæmis ef börn eru að leika sér eða það er verið að byggja hús,“ segir hann. „Og þá veit fólk jafnvel ekkert um hvaða efni er að ræða og getur skaðast á því.“ Arnar segir fjölda útkalla til að fjarlægja asbest ekki í samræmi við magn af efninu í umferð og hefur hann raunar séð dæmi um að farið sé á svig við förgunarreglur. „Já, ég hef séð asbest í venjulegum ruslagámum.“
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira