Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 20:02 Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira