Enski boltinn

Borini: Ætla að sanna mig á Anfield

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Borini í æfingarleik gegn Bröndby.
Borini í æfingarleik gegn Bröndby. Vísir/Getty
Fabio Borini segir að honum hafi aldrei dottið í hug að fara frá Liverpool í sumar. Borini var orðaður við Sunderland, QPR ásamt því að vera orðaður við heimkomu til Ítalíu í sumar.

Borini sem hefur leikið einn landsleik fyrir Ítalíu hefur verið á mála hjá enskum liðum allt frá árinu 2007 fyrir utan eitt ár hjá Roma. Honum hefur hinsvegar gengið illa að brjótast inn í byrjunarlið á Englandi, fyrst hjá Chelsea og nú Liverpool.

„Ég hugsaði aldrei út í það að snúa aftur til Ítalíu. Ég er búinn að eyða svo miklum tíma á Englandi að þetta er orðið að heimili mínu,“ sagði Borini sem heyrði nýjar sögusagnir á hverjum degi.

„Ég er ánægður að þessu sé lokið í bili. Markmið mitt er að spila fyrir félag í hæsta gæðaflokki líkt og Liverpool. Ég tel að ég geti gert gagn hérna í liði sem mun berjast um titla í vetur og ég ætla að sanna það í vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×