Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Federico Chiesa fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni, síðasta föstudag. Getty/Robbie Jay Barratt Ítalinn Federico Chiesa og umboðsmaður hans hafa nú tjáð yfirmönnum hjá Liverpool að það sé skýr ósk Chiesa að halda kyrru fyrir hjá félaginu. Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Það hreinlega sprakk allt á Anfield síðastliðið föstudagskvöld þegar Chiesa kom Liverpool yfir gegn Bournemouth skömmu fyrir lok fyrsta leiks tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði komið inn á sem varamaður og staðan var 2-2 þegar boltinn hrökk til hans í teignum, var fljótur að átta sig og skoraði markið mikilvæga. Mohamed Salah bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma þegar gestirnir voru farnir að taka áhættu til að jafna metin. Og núna er ljóst að Chiesa ætlar sér að upplifa fleiri svona stundir á Anfield því Fabrizio Romano greinir frá því að Chiesa hafi komið skilaboðum þess efnis til sinna yfirmanna. Chiesa íhugaði að yfirgefa Liverpool í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, þegar Liverpool hafði hafnað tilboðum í Luis Diaz, keppinaut hans um stöðu í liðinu, og Chiesa hafði verið skilinn eftir þegar liðið fór í sína Asíureisu. 🚨 Federico Chiesa and his agent have informed Liverpool about clear desire to stay at the club.Chiesa considered to leave in June/July when #LFC rejected bids for Diaz and Federico was left out of Asian tour.Now Diaz left, more space and that goal to open new chapter. pic.twitter.com/4HKp6db1Bf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 18, 2025 Núna er Diaz hins vegar farinn, til Bayern München, og það breytir stöðunni fyrir Chiesa sem kom til Liverpool frá Juventus fyrir ári síðan, fyrir 12,5 milljónir punda. Hann meiddist hins vegar snemma tímabils og lék aðeins samtals 116 mínútur í sex leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, án þess að skora mark.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira