Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 19:17 Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að hann gæti ekki spilað á EM. Enda búinn að undirbúa sig fyrir mótið með liðinu í allt sumar. Vísir/Lýður Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi. „Það var tilfinningarússibani í gær. Það er leiðinlegt að geta ekki klárað verkefnið og farið með þeim út og upplifað þetta aftur,“ segir Helgi um tilfinningarnar sem bærðust innra með honum í gær. „Það var reiði, svekkelsi og maður tók þetta allt saman. Maður féll í grát og þetta var mikið högg. Maður er búinn að vera með þeim allt sumarið og koma sér á þann stað að geta hjálpað. Svo kemur eitt högg og maður er bara út.“ Brákaður á barka og blæðing inn á raddböndin Haukur Helgi var í lokahópi Íslands fyrir EM sem tilkynntur var á þriðjudag, en skyndilega í gær, rúmum sólarhring síðar opinberaði KKÍ að hann færi ekki með. Haukur hafði meiðst í barka í leik við Portúgal fyrir viku síðan en alvarleiki meiðslanna kom ekki í ljós fyrr en í gær. „Mér er sagt að kíkja til læknis vegna þess að ég er enn hás eftir höggið, og sem betur fer. Þar er mér tilkynnt að það þurfi að spegla mig og sjá hvort allt sé í góðu. Í ljós kemur að það er blæðing inni á raddböndunum og brot í brjóskinu á barkanum. Hann færðist eitthvað til. Svo ég þarf að fara í aðgerð á þriðjudaginn að láta setja þetta saman,“ segir Haukur Helgi. Haukur er verkjaður en kláraði leikinn við Portúgal og æfði tvisvar með liðinu eftir meiðslin og fann ekkert sérlega mikið fyrir meiðslunum. Það hefði hins vegar verið hættulegt fyrir hann að fara á mótið í þessu ástandi. „Það er engin mótstaða þarna núna svo ef það kæmi annað högg þá hefði getað blætt ennþá meira og þrengt að öndurvegi og farið töluvert verr. Maður er þakklátur fyrir að það fór ekki þannig en á sama tíma er maður ungur í anda og íþróttamaður. Mig langar bara að fara að keppa og vera með strákunum,“ Tilfinningarnar tóku yfir Fregnirnar eru honum eðlilega mikið áfall. Hvað erfiðast var að segja liðsfélögunum að hann færi ekki með þeim út. „Þetta var erfitt. Þetta var mikið högg á sálina og hausinn. Að þetta hefði gerst og þetta væru tíðindin. Ég bjóst ekki við því. Þetta var erfitt, ég get alveg sagt það. Svo reyndi maður að segja strákunum frá þessu, en það var eiginlega bara ekki hægt. Maður fór bara að gráta og tilfinningarnar tóku yfir,“ „Andlega var maður kominn á þann stað að fara á stórmót. Það var mikil tilhlökkun og þetta er það sem allir vilja gera, að fara á þessi mót, þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, með landsliðinu. Að fá að upplifa þetta með fólkinu sínu og krökkunum. Það er hellingur sem spilar inn í þetta. Þetta er högg,“ segir Haukur Helgi. „Ég held að Ægir hafi séð það á mér að ég væri að fara að koma með leiðinlegar fréttir. Það gerði eiginlega útslagið. Ég held ég hafi bara náð að segja að ég væri brotinn í barkanum og hafi svo ekkert sagt meira. Það voru bara faðmlög. Þetta var sorgarstund en falleg stund. En ég ætla að reyna að fara út og gera eitthvað, leggja mitt að mörkum, þó það sé utan vallar,“ segir Haukur Helgi, sem fer í aðgerð á þriðjudag og stefnir út til liðs við hópinn í kjölfarið, þó ljóst sé að hann taki engan þátt innan vallar á mótinu. „Ég stefni á að fara út á föstudeginum, ég myndi missa af fyrsta leik. Mig langar að fara út og ég veit að þeir vilja fá mig út og þjálfararnir. Það er verið að gera allt til þess að það sé möguleiki, að ég verði með þarna á bekknum og miðli reynslu eða hvað sem er. Að vera partur af þessu og hjálpa þeim í gegnum þetta,“ segir Haukur Helgi. Viðtalið við Hauk Helga í heild má sjá að neðan. Klippa: „Maður fór bara að gráta og tilfinningarnar tóku yfir“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. 21. ágúst 2025 11:36 Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. 21. ágúst 2025 11:20 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
„Það var tilfinningarússibani í gær. Það er leiðinlegt að geta ekki klárað verkefnið og farið með þeim út og upplifað þetta aftur,“ segir Helgi um tilfinningarnar sem bærðust innra með honum í gær. „Það var reiði, svekkelsi og maður tók þetta allt saman. Maður féll í grát og þetta var mikið högg. Maður er búinn að vera með þeim allt sumarið og koma sér á þann stað að geta hjálpað. Svo kemur eitt högg og maður er bara út.“ Brákaður á barka og blæðing inn á raddböndin Haukur Helgi var í lokahópi Íslands fyrir EM sem tilkynntur var á þriðjudag, en skyndilega í gær, rúmum sólarhring síðar opinberaði KKÍ að hann færi ekki með. Haukur hafði meiðst í barka í leik við Portúgal fyrir viku síðan en alvarleiki meiðslanna kom ekki í ljós fyrr en í gær. „Mér er sagt að kíkja til læknis vegna þess að ég er enn hás eftir höggið, og sem betur fer. Þar er mér tilkynnt að það þurfi að spegla mig og sjá hvort allt sé í góðu. Í ljós kemur að það er blæðing inni á raddböndunum og brot í brjóskinu á barkanum. Hann færðist eitthvað til. Svo ég þarf að fara í aðgerð á þriðjudaginn að láta setja þetta saman,“ segir Haukur Helgi. Haukur er verkjaður en kláraði leikinn við Portúgal og æfði tvisvar með liðinu eftir meiðslin og fann ekkert sérlega mikið fyrir meiðslunum. Það hefði hins vegar verið hættulegt fyrir hann að fara á mótið í þessu ástandi. „Það er engin mótstaða þarna núna svo ef það kæmi annað högg þá hefði getað blætt ennþá meira og þrengt að öndurvegi og farið töluvert verr. Maður er þakklátur fyrir að það fór ekki þannig en á sama tíma er maður ungur í anda og íþróttamaður. Mig langar bara að fara að keppa og vera með strákunum,“ Tilfinningarnar tóku yfir Fregnirnar eru honum eðlilega mikið áfall. Hvað erfiðast var að segja liðsfélögunum að hann færi ekki með þeim út. „Þetta var erfitt. Þetta var mikið högg á sálina og hausinn. Að þetta hefði gerst og þetta væru tíðindin. Ég bjóst ekki við því. Þetta var erfitt, ég get alveg sagt það. Svo reyndi maður að segja strákunum frá þessu, en það var eiginlega bara ekki hægt. Maður fór bara að gráta og tilfinningarnar tóku yfir,“ „Andlega var maður kominn á þann stað að fara á stórmót. Það var mikil tilhlökkun og þetta er það sem allir vilja gera, að fara á þessi mót, þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, með landsliðinu. Að fá að upplifa þetta með fólkinu sínu og krökkunum. Það er hellingur sem spilar inn í þetta. Þetta er högg,“ segir Haukur Helgi. „Ég held að Ægir hafi séð það á mér að ég væri að fara að koma með leiðinlegar fréttir. Það gerði eiginlega útslagið. Ég held ég hafi bara náð að segja að ég væri brotinn í barkanum og hafi svo ekkert sagt meira. Það voru bara faðmlög. Þetta var sorgarstund en falleg stund. En ég ætla að reyna að fara út og gera eitthvað, leggja mitt að mörkum, þó það sé utan vallar,“ segir Haukur Helgi, sem fer í aðgerð á þriðjudag og stefnir út til liðs við hópinn í kjölfarið, þó ljóst sé að hann taki engan þátt innan vallar á mótinu. „Ég stefni á að fara út á föstudeginum, ég myndi missa af fyrsta leik. Mig langar að fara út og ég veit að þeir vilja fá mig út og þjálfararnir. Það er verið að gera allt til þess að það sé möguleiki, að ég verði með þarna á bekknum og miðli reynslu eða hvað sem er. Að vera partur af þessu og hjálpa þeim í gegnum þetta,“ segir Haukur Helgi. Viðtalið við Hauk Helga í heild má sjá að neðan. Klippa: „Maður fór bara að gráta og tilfinningarnar tóku yfir“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. 21. ágúst 2025 11:36 Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. 21. ágúst 2025 11:20 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. 21. ágúst 2025 11:36
Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. 21. ágúst 2025 11:20