Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. ágúst 2014 10:13 "Ég elska ykkur," sagði söngvarinn í gær. Vísir/Andri Marinó Samkvæmt heimildum Vísis sagði Justin Timberlake við samstarfsfólk sitt og vini sem ferðuðust með honum að íslenskir áhorfendur, sem mættu á tónleika hans í gær, væru einhverjir þeir bestu sem hann hafði séð. Hann var algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum. Áhorfendur tóku ótrúlega vel undir með söngvaranum og endaði hann með því að leggja hljóðnema sinn á sviðið og lét áhorfendur sjá um sönginn í laginu Mirrors, eins og sjá má í myndbandinu frá Yahoo. Allt kvöldið dönsuðu áhorfendur og sungu með Timberlake af miklum krafti. Eins og lesa má í dóm gagnrýnanda Vísis voru tónleikarnir frábærir. Í frétt frá Yahoo Live Nation, sem sendu tónleikana út um allan heim, segir: „Íslendingar kunnu alla textana hans Timberlake.“ Í fréttinni er talað um hversu vel íslensku áhorfendurnir kunnu lög söngvarans og var sérstaklega talað um mikla þátttöku áhorfenda í lögunum Summer Love og Mirrors. Timberlake talaði mikið um Ísland á tónleikunum. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake á milli laga, tiltölulega snemma á tónleikunum. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Ef marka má heimildir Vísis var söngvarinn svo sannarlega að meina það sem hann sagði á sviðinu í gær. Enda voru tónleikagestir almennt mjög ánægðir með þessar erlendu stórstjörnu. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis sagði Justin Timberlake við samstarfsfólk sitt og vini sem ferðuðust með honum að íslenskir áhorfendur, sem mættu á tónleika hans í gær, væru einhverjir þeir bestu sem hann hafði séð. Hann var algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum. Áhorfendur tóku ótrúlega vel undir með söngvaranum og endaði hann með því að leggja hljóðnema sinn á sviðið og lét áhorfendur sjá um sönginn í laginu Mirrors, eins og sjá má í myndbandinu frá Yahoo. Allt kvöldið dönsuðu áhorfendur og sungu með Timberlake af miklum krafti. Eins og lesa má í dóm gagnrýnanda Vísis voru tónleikarnir frábærir. Í frétt frá Yahoo Live Nation, sem sendu tónleikana út um allan heim, segir: „Íslendingar kunnu alla textana hans Timberlake.“ Í fréttinni er talað um hversu vel íslensku áhorfendurnir kunnu lög söngvarans og var sérstaklega talað um mikla þátttöku áhorfenda í lögunum Summer Love og Mirrors. Timberlake talaði mikið um Ísland á tónleikunum. „Ég verð að segja ykkur að Ísland er einn fallegasti staður í heimi. Og hér drekkur fólk, ójá,“ sagði Timberlake á milli laga, tiltölulega snemma á tónleikunum. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var átta ára að læra gítargripin að einn daginn yrði ég á Íslandi að spila fyrir ykkur...,“ sagði Justin undir lok tónleikanna. „Maður semur lögin í litlu herbergi og veit aldrei hver mun hlusta á þau. Frá hjartarótum þakka ég ykkur. Ég elska ykkur af öllu hjarta.“ Ef marka má heimildir Vísis var söngvarinn svo sannarlega að meina það sem hann sagði á sviðinu í gær. Enda voru tónleikagestir almennt mjög ánægðir með þessar erlendu stórstjörnu.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira