Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Stórfelld náttúruspjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli og er talið að skemmdirnar hafi verið unnar á milli 19. og 21. ágúst. Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, kom að þeim og segir þær mjög umfangsmiklar. „Þetta er bara skelfilegt, ef maður á einhver orð yfir svona lagað. Þetta er svona hringspól sem maður sér stundum á Sprengisandi og víðar á söndum. Það er auðvitað nógu slæmt á slíkum stöðum en þarna er þetta að gerast á grónu landi sem maður er orðlaus yfir,“ segir Ingibjörg. Lögreglan á Hvolsvelli biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 4884110 eða á netfangið hvolsvollur@logreglan.is. Hafið þið einhverja hugmynd um hverjir voru þarna að verki? „Eins og staðan er núna vitum við ekkert nema að þarna var um stóra bifreið eða stórar bifreiðar að ræða, annað hvort breytta eða mjög stóra jeppa,“ segir Magnús Ragnarsson, lögreglumaður á Hvolsvelli. Hann segir augljóslega um viljaverk að ræða. „Þarna var ekki verið að fara á einhvern ákveðinn stað til að fá útsýni yfir svæðið, eins og oft er, heldur er verið að aka þarna í hringi og spæna upp landið þannig að ásetningurinn er til staðar.“ Utanvegaakstur er lögbrot og lögreglan ákveður sektarupphæðir, frá tíu þúsund krónum upp í 500 þúsund. Fólk sem keyrði upp í vesturhlíð Tjörvafells um helgina þurfti að greiða 150 þúsund krónur en hinn eða hinir ábyrgu við Löðmundarvatn gætu átt von á þyngstu viðurlögum, eða hálfrar milljón króna sekt. Afar mikið hefur verið um utanvegaakstur innan Friðlandsins í sumar og mörg mál hafa ratað til lögreglunnar. „Þetta er ekki bara lögbrot heldur er verið að skemma náttúruna og oft eitthvað sem er mjög erfitt að endurheimta,“ segir Magnús. Tengdar fréttir Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stórfelld náttúruspjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli og er talið að skemmdirnar hafi verið unnar á milli 19. og 21. ágúst. Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, kom að þeim og segir þær mjög umfangsmiklar. „Þetta er bara skelfilegt, ef maður á einhver orð yfir svona lagað. Þetta er svona hringspól sem maður sér stundum á Sprengisandi og víðar á söndum. Það er auðvitað nógu slæmt á slíkum stöðum en þarna er þetta að gerast á grónu landi sem maður er orðlaus yfir,“ segir Ingibjörg. Lögreglan á Hvolsvelli biður hugsanleg vitni að hafa samband í síma 4884110 eða á netfangið hvolsvollur@logreglan.is. Hafið þið einhverja hugmynd um hverjir voru þarna að verki? „Eins og staðan er núna vitum við ekkert nema að þarna var um stóra bifreið eða stórar bifreiðar að ræða, annað hvort breytta eða mjög stóra jeppa,“ segir Magnús Ragnarsson, lögreglumaður á Hvolsvelli. Hann segir augljóslega um viljaverk að ræða. „Þarna var ekki verið að fara á einhvern ákveðinn stað til að fá útsýni yfir svæðið, eins og oft er, heldur er verið að aka þarna í hringi og spæna upp landið þannig að ásetningurinn er til staðar.“ Utanvegaakstur er lögbrot og lögreglan ákveður sektarupphæðir, frá tíu þúsund krónum upp í 500 þúsund. Fólk sem keyrði upp í vesturhlíð Tjörvafells um helgina þurfti að greiða 150 þúsund krónur en hinn eða hinir ábyrgu við Löðmundarvatn gætu átt von á þyngstu viðurlögum, eða hálfrar milljón króna sekt. Afar mikið hefur verið um utanvegaakstur innan Friðlandsins í sumar og mörg mál hafa ratað til lögreglunnar. „Þetta er ekki bara lögbrot heldur er verið að skemma náttúruna og oft eitthvað sem er mjög erfitt að endurheimta,“ segir Magnús.
Tengdar fréttir Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. 3. júlí 2014 20:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent