Hart sótt að ráðherra vegna náttúrupassa Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2014 19:30 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag fyrir boðaða innleiðingu náttúrupassa. Stjórnarandstaðan segir standa til að innleiða passann í andstöðu við ferðaþjónustuna og hann muni skerða rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði frumvarp sitt um náttúrupassa fyrir ríkisstjórn í síðustu viku og er það nú til skoðunar í þingflokki Framsóknarflokksins. Frumvarpið hefur mætti mikilli andstöðu aðila í ferðaþjónustu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði rétt almennings til að ferðast um landið hafi verið tryggður frá því í Grágás, eða frá þjóðveldisöld. Mikilvægt væri að tryggja þann rétt. Þá hefði ferðaþjónustan sjálf lýst yfir vilja til að sætta sig við gistináttagjald í stað náttúrupassans sem væri flókinn í framkvæmd. „Hvernig í ósköpunum getur ráðherrann þá komist að þeirri niðurstöðu að búa til nýja umgjörð lögregluríkis í kring um náttúruperlur með tilheyrandi gaddavír og opinberu eftirliti. Og ég hlýt að spyrja, í hverju fólust samningumleitanir hæstvirts ráðherra í 18 mánuði,“ spurði Árni Páll. Ráðherra sagði hugmyndnina um náttúrupassa ekki hennar. Hún hefði verið rædd um nokkurt skeið af ýmsum aðilum. „Ég geri það ekki í andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar vegna þess að þeirra skoðun alveg þar til fyrir örfáuum mánuðum var að fara þessa leið. Þær tillögur sem núna liggja fyrir eru ekki tillögur sem skerða almannarétt. Eru ekki tillögur sem setja upp lögregluríki. Þvert á móti þá er þetta leið sem tryggir trausta fjármögnun til þeirrar uppbyggingar sem okkur öllum er mjög nauðsynleg,“ segir Ragneiður Elín. Málið væri nú til umræðu í þingflokki Framsóknarflokksins. „Það er nú ánægjulegt að heyra hér að þetta mál sé fast í þingflokki Framsóknarflokksins. Við skulum vona að það verði fast þar áfram og að framsóknarmenn standi vörðum rétt Íslendinga til frjálsrar umgengni við náttúruauðlindir sem verið hefur í lögum frá því í Grágás,“ sagði Árni Páll Árnason. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar gagnrýndu einnig hugmyndir um náttúrupassa og sögðu aðar leiðir vænlegri til að láta ferðamenn standa undir kostnaði við umferð þeirra um landið. Og Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra sagðist fyrr fara í fangelsi en borga sekt fyrir að horfa á Dettifoss án þess að hafa keypt náttúrupassa. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra var harðlega gagnrýnd á Alþingi í dag fyrir boðaða innleiðingu náttúrupassa. Stjórnarandstaðan segir standa til að innleiða passann í andstöðu við ferðaþjónustuna og hann muni skerða rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði frumvarp sitt um náttúrupassa fyrir ríkisstjórn í síðustu viku og er það nú til skoðunar í þingflokki Framsóknarflokksins. Frumvarpið hefur mætti mikilli andstöðu aðila í ferðaþjónustu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði rétt almennings til að ferðast um landið hafi verið tryggður frá því í Grágás, eða frá þjóðveldisöld. Mikilvægt væri að tryggja þann rétt. Þá hefði ferðaþjónustan sjálf lýst yfir vilja til að sætta sig við gistináttagjald í stað náttúrupassans sem væri flókinn í framkvæmd. „Hvernig í ósköpunum getur ráðherrann þá komist að þeirri niðurstöðu að búa til nýja umgjörð lögregluríkis í kring um náttúruperlur með tilheyrandi gaddavír og opinberu eftirliti. Og ég hlýt að spyrja, í hverju fólust samningumleitanir hæstvirts ráðherra í 18 mánuði,“ spurði Árni Páll. Ráðherra sagði hugmyndnina um náttúrupassa ekki hennar. Hún hefði verið rædd um nokkurt skeið af ýmsum aðilum. „Ég geri það ekki í andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar vegna þess að þeirra skoðun alveg þar til fyrir örfáuum mánuðum var að fara þessa leið. Þær tillögur sem núna liggja fyrir eru ekki tillögur sem skerða almannarétt. Eru ekki tillögur sem setja upp lögregluríki. Þvert á móti þá er þetta leið sem tryggir trausta fjármögnun til þeirrar uppbyggingar sem okkur öllum er mjög nauðsynleg,“ segir Ragneiður Elín. Málið væri nú til umræðu í þingflokki Framsóknarflokksins. „Það er nú ánægjulegt að heyra hér að þetta mál sé fast í þingflokki Framsóknarflokksins. Við skulum vona að það verði fast þar áfram og að framsóknarmenn standi vörðum rétt Íslendinga til frjálsrar umgengni við náttúruauðlindir sem verið hefur í lögum frá því í Grágás,“ sagði Árni Páll Árnason. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar gagnrýndu einnig hugmyndir um náttúrupassa og sögðu aðar leiðir vænlegri til að láta ferðamenn standa undir kostnaði við umferð þeirra um landið. Og Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra sagðist fyrr fara í fangelsi en borga sekt fyrir að horfa á Dettifoss án þess að hafa keypt náttúrupassa.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira