Innlent

Höfum greitt 153 milljarða í vexti og vaxtabætur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skuldabréf hafa verið gefin út fyrir samtals 209 milljarða króna.
Skuldabréf hafa verið gefin út fyrir samtals 209 milljarða króna. Vísir/Valli
Ríkissjóður Íslands hefur greitt tæpa 73 milljarða króna í vexti af lánum sem veitt hafa verið til bjargar fjármálakerfinu í kjölfar hrunsins. Samtals hefur ríkissjóður greitt 153 milljarða í vexti og vaxtabætur vegna þessara lána. Þetta kemur fram í svari fjármála-og efnahagsráðherra við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Útgefin skuldabréf vegna viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka, hafa numið 190 milljörðum króna. Þá hafi verið gefin út skuldabréf vegna sameiningar Landsbankans og Sparisjóðs Keflavíkur fyrir rúma 19 milljarða króna.

Samtals hafa því verið gefin út skuldabréf fyrir 209 milljarða króna en vaxtakjör þeirra eru breytileg og taka mið af innlánsvöxtum Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×