Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. september 2014 07:00 Áætlað er að nýtt sambýli í suðvesturhorni Austurbrúnar 6 verði tilbúið á árinu 2016. Fréttablaðið/Valli „Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
„Fyrirhugaðar breytingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar,“ segir í bréfi íbúa í Laugarásnum sem mótmæla því að leyft verði að byggja sambýli á Austurbrún 6. Þrátt fyrir mótmæli nágranna samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær að breyta deiliskipulagi þannig að lóð við fjölbýlishúsið Austurbrún 6 stækkar og leyft að byggja sex hundruð fermetra sambýli með sex íbúðum. Sambýlið verður rekið af velferðarsviði borgarinnar. Þar verða sex íbúðir fyrir fólk sem er með mikla fjölfötlun og þarf umönnun.Telja óeðlilegt að hafa stofnun á íbúðalóð Mótmæli nágrannanna lúta fyrst og fremst að skipulagslegum forsendum; þáttum eins og heildarmynd byggðarinnar og bílastæðafjölda. Óeðlilegt sé að reisa stofnun á íbúðarlóð og að útsýni fjölmargra húsa myndi takmarkast mjög segja þeir. Samtals eru það 49 íbúar umhverfis Austurbrún 6 sem mótmæla í þremur bréfum. „Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á viðkvæmu svæði mótmælum,“ er bent á í einu mótmælabréfinu.Rauðleitu reitirnir sýna staðsetningu sambýlisins. Austurbrún 6 er fjölbýlishúsið sem næst stendur.Mynd/ASK ArkitektarÍbúarnir vísa til þess að í nýsamþykktu aðalskipulagi sé svæðið skilgreint sem „fullbyggt og fastmótað“. Nefnt er að umsóknum um jafnvel minnstu breytingar á húsum hafi hingað til nánast öllum verið hafnað á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt.Segja leiguliða borgarinnar ekki þora að mótmæla Engin mótmæli bárust frá þeim sem búa í samtals 71 íbúð í Austurbrún 6. Húsið er í eigu Félagsþjónustunnar. „Að Austurbrún 6 búa einstaklingar sem eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri stöðu að setja sig upp á móti fyrirhugðum breytingum,“ er fullyrt í mótmælabréfi. Nágrannarnir ætla ekki að sætta sig við breytinguna. „Munu íbúar framangreindra húsa leita réttar síns í þeim efnum verði lagt af stað með fyrirhugaðar framkvæmdir,“ segir í einu mótmælabréfinu.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira