Enn bólar ekkert á náttúrupassanum Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2014 19:15 Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar. Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar.
Alþingi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira