Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2014 21:42 Vísir/Pjetur „Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“ Loftslagsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“
Loftslagsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira