Innlent

Auður nálgast landsteinana

Aðsend mynd
Íslensku ræðararnir á bátnum Auði, sem eru að róa hingað til lands frá Færeyjum, voru snemma í morgun um það bil 30 sjómílur úti af Stokksnesi og stefndu á Hornafjörð.

Þá miðaði um það bil 1,7 sjómílur á klukkustund þannig að um klukkan sex í morgun áttu þeir rösklega 22 klukkustunda róður fyrir höndum til áfangastaðar og voru í hagstæðu veðri.

Að óbreyttu gætu þeir náð til Hafnar í fyrramálið. Fjórir menn eru um borð, og róa tveir í einu og tveir hvíla sig á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×