Innlent

Lögreglumaður í rúm 40 ár

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Dóra Hlín í kaffisamsætinu í dag.
Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri og Dóra Hlín í kaffisamsætinu í dag. Mynd/Ríkislögreglustjóri
Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður lætur af embætti í dag en hún hefur starfað sem lögreglumaður í rúm 40 ár.

Í tilefni af starfslokum Dóru hélt ríkislögreglustjóri henni kaffisamsæti í kveðjuskini.

Ríkislögreglustjóri veitti henni viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir lögregluna og í þágu almennings þessi rúmu 40 ár.



Dóra Hlín og Katrín.Mynd/Ríkislögreglustjóri
Dóra Hlín er önnur af tveim fyrstu konum í sögu lögreglunnar til að klæðast lögreglubúningi og gegna almennum lögreglustörfum.

Hin konan er Katrín Þorkelsdóttir og voru þær kynntar í búningi 30. júní 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×