Móðir týnda Íslendingsins: „Þetta er svo yndislegur strákur“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. desember 2014 10:44 Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því um helgina. Vísir/Getty/Einkasafn Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum. Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum.
Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40