Innlent

Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs frá því á laugardag.
Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs frá því á laugardag.

Lögreglan í Danmörku lýsir eftir tvítugum Íslendingi, Þorleifi Kristínarsyni, sem búsettur er þar í landi. Í frétt vefsins Nordjyske.dk segir að Þorleifur hafi horfið sporlaust um helgina, er hann heimsótti bæinn Frederikshavn.

Síðast er vitað um ferðir Þorleifs í Frederikshavn á laugardag. Slökkt er á farsíma hans og þannig hefur ekki náðst að rekja ferðir hans. Þorleifur er blindur á öðru auga og með augnsjúkdóm. Hann þarf að taka inn lyf með reglulegu millibili og segist fjölskylda hans óttast að hann sé ekki með þau á sér.

Þorleifur var klæddur dökkum skóm, gallabuxum, grárri hettupeysu, svörtum jakka og með svarta derhúfu. Lögregla í Danmörku biður hvern þann sem hefur upplýsingar um ferðir Þorleifs að hafa samband í síma 114. 

Lagfært: Í fréttinni stóð upphaflega að Þorleifur hefði týnst í Frederiksberg, en ekki Frederikshavn. Þetta hefur nú verið lagfært.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.