Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2014 10:56 Vísir hefur heimildir fyrir því að ekki séu allir jafn kátir með það að Guðni Ágústsson sé aðalnúmerið á komandi herrakvöldi KR-inga. Guðni Ágústsson verður aðalræðumaður og skemmtikraftur á Herrakvöldi KR-inga sem fram fer 25. þessa mánaðar. Eins og fram hefur komið ítrekað í fréttum nú yfir páskana er Guðni undir feldi að íslenskum sið og mun, á sumardaginn fyrsta, tilkynna hvort hann ætli leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Flest bendir til þess að Guðni muni taka slaginn. Vísir hefur heimildir fyrir því að verulegur urgur sé innan raða KR-inga með það að Guðni skuli vera aðalnúmerið á Herrakvöldinu, ekki síst í ljósi þessara pólitísku vendinga. Formaður knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested, kannast hins vegar ekki við neina óánægju. „Guðni var hjá okkur 2011 og fór þá á kostum. Það þarf að bóka þessa menn í tíma, hvort heldur þeir heita Guðni eða Logi Bergmann, sem verður veislustjóri. Ég hef ekki heyrt að það sé urgur vegna Guðna.“ Menn hafa orðið til að benda á að Guðni Ágústsson geti verið býsna grófur og jafnvel klámfenginn þegar hann fer með sín gamanmál en Kristinn hlær spurður hvort Guðni sé fenginn til að segja KR-ingum dónalega brandara. „Ég hef oft heyrt í honum og mér finnst enginn komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Við væntum mikils af Guðna í skemmtilegheitum og fjölmenni. Á Hallveigarstígnum.“ Kristinn segir KR-inga og Guðna eiga það sameiginlegt að vera umdeildir og það sé styrkur fremur en veikleiki. „Guðni kemur til með að krydda kvöldið hvort sem hann verður búinn að tilkynna framboð sitt eða ekki,“ segir Kristinn og bætir í og tilkynnir að Guðni sé nú orðinn KR-ingur, sem er nýtt varðandi Flóamanninn Guðna. „Það kom fram á Bylgjunni nýlega. Barnabarn hans er í KR. Þannig að nú sem endranær væntum við mikils af Guðna, í það minnsta í skemmtilegheitum. Hann mun frekar trekkja að en hitt. Það er ljós. Jafn ljóst og að kvöldið verður 25.,“ segir Kristinn sem sér ákveðin tækifæri í því fyrir KR fljúgi Guðni inn í borgarstjórn og jafnvel alla leið í borgarstjórastólinn. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Guðni Ágústsson verður aðalræðumaður og skemmtikraftur á Herrakvöldi KR-inga sem fram fer 25. þessa mánaðar. Eins og fram hefur komið ítrekað í fréttum nú yfir páskana er Guðni undir feldi að íslenskum sið og mun, á sumardaginn fyrsta, tilkynna hvort hann ætli leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Flest bendir til þess að Guðni muni taka slaginn. Vísir hefur heimildir fyrir því að verulegur urgur sé innan raða KR-inga með það að Guðni skuli vera aðalnúmerið á Herrakvöldinu, ekki síst í ljósi þessara pólitísku vendinga. Formaður knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested, kannast hins vegar ekki við neina óánægju. „Guðni var hjá okkur 2011 og fór þá á kostum. Það þarf að bóka þessa menn í tíma, hvort heldur þeir heita Guðni eða Logi Bergmann, sem verður veislustjóri. Ég hef ekki heyrt að það sé urgur vegna Guðna.“ Menn hafa orðið til að benda á að Guðni Ágústsson geti verið býsna grófur og jafnvel klámfenginn þegar hann fer með sín gamanmál en Kristinn hlær spurður hvort Guðni sé fenginn til að segja KR-ingum dónalega brandara. „Ég hef oft heyrt í honum og mér finnst enginn komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Við væntum mikils af Guðna í skemmtilegheitum og fjölmenni. Á Hallveigarstígnum.“ Kristinn segir KR-inga og Guðna eiga það sameiginlegt að vera umdeildir og það sé styrkur fremur en veikleiki. „Guðni kemur til með að krydda kvöldið hvort sem hann verður búinn að tilkynna framboð sitt eða ekki,“ segir Kristinn og bætir í og tilkynnir að Guðni sé nú orðinn KR-ingur, sem er nýtt varðandi Flóamanninn Guðna. „Það kom fram á Bylgjunni nýlega. Barnabarn hans er í KR. Þannig að nú sem endranær væntum við mikils af Guðna, í það minnsta í skemmtilegheitum. Hann mun frekar trekkja að en hitt. Það er ljós. Jafn ljóst og að kvöldið verður 25.,“ segir Kristinn sem sér ákveðin tækifæri í því fyrir KR fljúgi Guðni inn í borgarstjórn og jafnvel alla leið í borgarstjórastólinn.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira