Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 18:48 Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp. Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag. Guðni Ágústsson ætlar að lýsa því yfir á sumardaginn fyrsta, á fimmtudaginn, hvort hann gefi kost á sér í oddvitasætið hjá Framsóknarflokknum eða ekki. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður blaðamannafundurinn á Reykjavíkurflugvelli.Í viðtali í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni í gær sagði Guðni: Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti.“ Þetta er athyglisvert því Guðni ritaði þessa grein í Víkurfréttir í maí 2007. Efni úr Víkurfréttum birtist á Vísi vegna samstarfs þessara miðla á þeim tíma. Guðni skrifaði greinina til að höfða til Keflvíkinga eftir að Reykjanes var sameinað suðurkjördæmi en í greininni segir hann: „Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.“ Fréttastofan náði tali af Guðna í dag. Hann sagðist hafa kynnt sér betur Reykjavíkurflugvöll og þýðingu hans fyrir landsmenn. Hann sagði að þetta hefði verið röng skoðun hjá sér í Víkurfréttum á sínum tíma og sagðist í dag telja Reykjavíkurflugvöll grundvöll alls innanlandsflugs í landinu. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið hjá Framsókn í Reykjavík telur að kjördæmisráð flokksins sé að brjóta reglur flokksins með því að planta Guðna í oddvitasætið. Hún segist velta því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir því að hún „gufi upp.“ Hún segir að með réttu hafi kjördæmisráð flokksins í Reykjavík átt að vinna með sér sem réttkjörins staðgengils oddvita flokksins. Ljóst er að Guðni, sem sagður er orðinn KR-ingur, er að fara fram. Hann lýsti þessu svona í samtali við Fréttablaðið í dag: „Formaður og varaformaður kjördæmissambandsins hafa leitað til mín og gefið mér fullt umboð til að velta fyrir mér bæði fólki og stefnumálum. Nú hef ég verið að fara yfir stefnumál Framsóknarmanna í Reykjavík og ræða við margt ágætt fólk.“ Þá sagðist hann búast við að listinn í Reykjavík yrði stokkaður upp.
Tengdar fréttir Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56 Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38 Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30 Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga. 22. apríl 2014 10:56
Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. 21. apríl 2014 13:38
Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annað sæti listans segist tilbúin til að taka fyrsta sætið. 19. apríl 2014 19:30
Kjördæmisráð vill Guðna fram Fyrrverandi ráðherrann hefur fengið umboð til að kanna uppstokkun á lista og endurskoðun málefna 22. apríl 2014 07:00