„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 09:21 „Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira