Innlent

Hrútur eykur virðingu milli þjóða

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Á meðal þeirra sem eru í ferðalagi með Guðna eru sendiherra Rússlands og hrúturinn Gorbatsjoff.
Á meðal þeirra sem eru í ferðalagi með Guðna eru sendiherra Rússlands og hrúturinn Gorbatsjoff. fréttablaðið/Valli
Hrútavinafélagið Örvar er nú á ferð um landið sem lýkur með Hrútadeginum mikla á Raufarhöfn á laugardag.

Forystukindin Gorbatsjoff, sem var í eigu Guðna Ágústssonar, leiðir hópinn, en nafni fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna kemur til með að setjast að á Raufarhöfn. „Það eru blendnar tilfinningar að láta hann, Gorbi hefur verið frábær forystukind,“ segir Guðni um hrútinn sinn.

Anton Vasiliev, nýskipaður sendiherra Rússlands, heilsaði upp á hrútavinina í Reykjavík í morgun og var mjög hrifinn af Gorba. „Gorbi hefur aukið virðingu og vinskap á milli þjóðanna,“ segir Guðni og útilokar ekki að meðlimir hrútavinafélagsins fái sér hrútahúðflúr að ferðinni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×