Innlent

Víða vetrarfærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snjóþekja er á Klettshálsi og hálkublettir á Kleifaheiði, Mikladal og Háldán.
Snjóþekja er á Klettshálsi og hálkublettir á Kleifaheiði, Mikladal og Háldán.
Vetrarfærð er nú mjög víða á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Klettshálsi og hálkublettir á Kleifaheiði, Mikladal og Háldán.

Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og hálkublettir á Svínadal en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegargerðinni.

Snjóþekja á Dynjandisheiði og þungfært á Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja er einnig á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Snjóþekja eða hálkublettir eru einnig mjög víða á láglendi á norðanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á Öxnadalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×