Hvorki niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2014 14:40 Lára Rúnarsdóttir segir að það hafi komið sér mikið á óvart að fallið hafi verið frá nýrri reglu í forkeppni Eurovision. Vísir/Valli/GVA Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33