Innlent

Segir Þóreyju vega að heiðri fjölmiðlafólks

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hallgrímur Thorsteinsson.
Hallgrímur Thorsteinsson. vísir/gva
Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, furðar sig á ákvörðun Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu innanríkisráðherra og segir hana vega að starfsheiðri fjölmiðlafólks í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér í dag.

Í fréttatilkynningu Þóreyjar segir hún að ranglega hafi verið haldið fram og því slegið upp að hún hefði lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla og hún sögð vera „starfsmaður B“, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, í lekamálinu svokallaða. Þetta séu grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að hún hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi.

Hallgrímur segir í yflirlýsingu sinni að það sé ekki réttmætt að DV hafi slegið því upp að hún hafi lekið trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla en bendir á afsökunarbeiðni blaðsins á ákveðinni rangfærslu í umræddum fréttaflutningi sem leiðrétt var samdægurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×