Innlent

Sólarhringstöf á helgarblaði DV

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Helgarblað DV kemur út sólarhring seinna vegna rafmagnsleysis í gær. Blaðið var sent í prentun síðdegis í dag.

„Blaðið verður sólarhringi of seint til áskrifenda, vegna rafmagnsleysis í Vesturborginni,“ sagði Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá hrundi mikilvægur diskur sem að þurfti viðgerðar við og tilfærslur í umbroti. Þannig að við þurftum að fresta blaðinu aðeins.“

Hann sagði að blaðið kæmi í verslanir seinni partinn í dag og til áskrifenda á morgun.

„Við biðjumst velvirðingar á því,“ sagði Hallgrímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×