Helsta dansparið ósátt við DSÍ: „Þessi ákvörðun er fáránleg“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. október 2014 18:15 Hanna Rún og Nikita. Eitt helsta par Íslands í latin-dönsum er ósátt við ákvörðun Danssambands Íslands, sem veitti parinu ekki undanþágu til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu í dönsum sem fer fram í Tékklandi um helgina. Óvenjuleg framþróun mála varð til þess að eingöngu eitt par fór fyrir hönd Íslands á mótið, þrátt fyrir að Íslendingar ættu rétt á að senda tvö pör til keppni. Parið sem varð Íslandsmeistari á þessu ári og vann sér því þátttökurétt á HM. Parið í öðru sæti hætti að dansa saman í síðustu viku og gaf frá sér keppnisréttinn. Reglur Danssambands Íslands (DSÍ) segja til um að pörin í þriðja og fjórða sæti hljóti keppnisrétt. Hvorugt þeirra þáði boðið á HM, enda höfðu bæði þeirra einnig hætt að dansa saman. „Þetta gerist stundum í dansinum, að pör hætti að dansa saman. Auðvitað er mjög óheppilegt að þetta var allt í þessum flokki,“ segir Guðfinna Ármannsdóttir, formaður DSÍ. Þau Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev hafa verið eitt fremsta par Íslands í Latin-dönsum undanfarin ár. En parið hefur ekki keppt á þessu ári, vegna þess að þau Hanna og Nikita eignuðust saman son fyrir þremur og hálfum mánuði. Parið sóttist eftir að fá að taka þátt í mótinu, í stað þess að Ísland nýtti ekki þátttökurétt sinn til fullnustu. Parið bauðst til að bera allan kostnað af ferðinni, eina sem það sóttist eftir var að fá að keppa. „Þessi ákvörðun er fáránleg. Þarna er verið að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Hanna Rún ósátt. Guðfinna formaður segist skilja afstöðu Hönnu og Nikita, en segir DSÍ þurfa að fara eftir reglum, að jafnt þurfi yfir alla að ganga. „Hanna og Nikita hafa staðið sig frábærlega og verið okkar besta latin-par. En þau hafa ekki keppt í heilt ár og geta því ekki tekið þátt. Ef stjórnin á að beygja reglurnar þarf það að hagnast öllum, ekki bara einu pari.“Erum í okkar besta formi Hanna Rún og Nikita hafa ekkert keppt á árinu, en Hanna Rún hefur verið í barneignaleyfi. „Þegar við tókum þátt í síðasta Íslandsmóti höfðum við æft saman í viku. En okkur gekk ótrúlega vel á mótinu. Unnum í öllum flokkum sem við kepptum í. Við tókum þátt á síðasta heimsmeistaramóti og náðum þá besta árangri sem Íslendingar hafa náð,“ segir Hanna Rún og heldur áfram: „Við æfðum alveg þar til ég var komin 38 vikur á leið. Svo höfum við verið að koma okkur í form og erum nú betri en áður, ef eitthvað er. Við erum miklu ferskari.“ Þegar Hanna og Nikita sáu fram á að sæti á HM myndi losna ákváðu þau að hafa samband við DSÍ í gegnum félag sitt Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Formaður félagsins sendi formlega beiðni til DSÍ um að Hönnu og Nikita yrði boðið þetta lausa sæti. Þeirri beiðni var hafnað. Hanna segir svo frá því hvernig þau reyndu að halda málinu gangandi. „Við stungum upp á því að hafa opna æfingu þar sem öllum yrði boðið og landsliðsþjálfarinn fengi að velja það par sem hann teldi vera best til þess fallið að taka þátt í mótinu. Við fórum á fund með stjórn Danssambandsins og þar fengum við að vita að þeirri beiðni væri líka hafnað.“ Upplifun Hönnu af fundinum var ekki góð. „Nei, mér fannst þau ekki taka vel á móti okkur, eins og að við værum ekki velkomin.“ Hún er ósátt og telur að einhverjar persónulegar hvatir gætu legið þarna að baki. Hún gagnrýnir einnig að stjórnin hafi spurt út í tæknileg atriði dansins og segir að landsliðsþjálfarinn eigi að hugsa á þessum forsendum, stjórnin eigi að einbeita sér að tæknilegum málum. „Heimsmeistaramótið skiptir alveg rosalega miklu máli. Við erum að standa í þessu allan ársins hring. Síðasta keppnisárið kostaði okkur tíu milljónir. Og HM er hátíð fyrir danspör. Þar er maður að hitta gamla vini, kynnast nýjum, sýna sig og sjá aðra.“Þurfa að hugsa um hag heildarinnar Þegar Guðfinna Ármannsdóttir er spurð hvers vegna DSÍ vildi ekki hleypa þeim Hönnu og Nikita tiltekur hún nokkrar ástæður. „Þau eru ekki búin að dansa í heilt ár. Við höfum engar forsendur til þess að meta þau út frá neinu nema það sem þau gerðu fyrir ári síðan,“ segir hún. Guðfinna bendir einnig á að erfitt sé að halda opna æfingu þar sem öllum pörum sem hafi áhuga sé boðið. „Mörg pör eru að undirbúa sig fyrir mót í Bretlandi og sum eru farin þangað. Það er ekki sanngjarnt að eitt par geti lagt þessa bón fram. Það par hefur því kannski haft meiri tíma til að undirbúa sig en hin. Ef þessi ósk – að halda opna æfingu – hefði verið lögð fram af stjórninni eða landsliðsþjálfara hefði þetta verið öðruvísi. En þarna er eitt par að leggja þetta til og getur undirbúið sig betur. Það er ósanngjarnt.“ Guðfinna segist skilja Hönnu og Nikita. Hún segir þau hafa verið fremsta par landsins í þessum flokki þegar þau kepptu. „En við erum með fjögur þúsund manna íþróttasamband. Við verðum að starfa eftir einhverjum reglum. Ég skil alveg afstöðuna að stundum þurfi að beygja reglurnar. En það þarf þá að vera til hagsbóta fyrir alla,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég skil að þau vilji fara. Auðvitað er kappsmál að komast á HM. Allir alvöru keppnismenn vilja komast þangað.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Eitt helsta par Íslands í latin-dönsum er ósátt við ákvörðun Danssambands Íslands, sem veitti parinu ekki undanþágu til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu í dönsum sem fer fram í Tékklandi um helgina. Óvenjuleg framþróun mála varð til þess að eingöngu eitt par fór fyrir hönd Íslands á mótið, þrátt fyrir að Íslendingar ættu rétt á að senda tvö pör til keppni. Parið sem varð Íslandsmeistari á þessu ári og vann sér því þátttökurétt á HM. Parið í öðru sæti hætti að dansa saman í síðustu viku og gaf frá sér keppnisréttinn. Reglur Danssambands Íslands (DSÍ) segja til um að pörin í þriðja og fjórða sæti hljóti keppnisrétt. Hvorugt þeirra þáði boðið á HM, enda höfðu bæði þeirra einnig hætt að dansa saman. „Þetta gerist stundum í dansinum, að pör hætti að dansa saman. Auðvitað er mjög óheppilegt að þetta var allt í þessum flokki,“ segir Guðfinna Ármannsdóttir, formaður DSÍ. Þau Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev hafa verið eitt fremsta par Íslands í Latin-dönsum undanfarin ár. En parið hefur ekki keppt á þessu ári, vegna þess að þau Hanna og Nikita eignuðust saman son fyrir þremur og hálfum mánuði. Parið sóttist eftir að fá að taka þátt í mótinu, í stað þess að Ísland nýtti ekki þátttökurétt sinn til fullnustu. Parið bauðst til að bera allan kostnað af ferðinni, eina sem það sóttist eftir var að fá að keppa. „Þessi ákvörðun er fáránleg. Þarna er verið að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Hanna Rún ósátt. Guðfinna formaður segist skilja afstöðu Hönnu og Nikita, en segir DSÍ þurfa að fara eftir reglum, að jafnt þurfi yfir alla að ganga. „Hanna og Nikita hafa staðið sig frábærlega og verið okkar besta latin-par. En þau hafa ekki keppt í heilt ár og geta því ekki tekið þátt. Ef stjórnin á að beygja reglurnar þarf það að hagnast öllum, ekki bara einu pari.“Erum í okkar besta formi Hanna Rún og Nikita hafa ekkert keppt á árinu, en Hanna Rún hefur verið í barneignaleyfi. „Þegar við tókum þátt í síðasta Íslandsmóti höfðum við æft saman í viku. En okkur gekk ótrúlega vel á mótinu. Unnum í öllum flokkum sem við kepptum í. Við tókum þátt á síðasta heimsmeistaramóti og náðum þá besta árangri sem Íslendingar hafa náð,“ segir Hanna Rún og heldur áfram: „Við æfðum alveg þar til ég var komin 38 vikur á leið. Svo höfum við verið að koma okkur í form og erum nú betri en áður, ef eitthvað er. Við erum miklu ferskari.“ Þegar Hanna og Nikita sáu fram á að sæti á HM myndi losna ákváðu þau að hafa samband við DSÍ í gegnum félag sitt Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Formaður félagsins sendi formlega beiðni til DSÍ um að Hönnu og Nikita yrði boðið þetta lausa sæti. Þeirri beiðni var hafnað. Hanna segir svo frá því hvernig þau reyndu að halda málinu gangandi. „Við stungum upp á því að hafa opna æfingu þar sem öllum yrði boðið og landsliðsþjálfarinn fengi að velja það par sem hann teldi vera best til þess fallið að taka þátt í mótinu. Við fórum á fund með stjórn Danssambandsins og þar fengum við að vita að þeirri beiðni væri líka hafnað.“ Upplifun Hönnu af fundinum var ekki góð. „Nei, mér fannst þau ekki taka vel á móti okkur, eins og að við værum ekki velkomin.“ Hún er ósátt og telur að einhverjar persónulegar hvatir gætu legið þarna að baki. Hún gagnrýnir einnig að stjórnin hafi spurt út í tæknileg atriði dansins og segir að landsliðsþjálfarinn eigi að hugsa á þessum forsendum, stjórnin eigi að einbeita sér að tæknilegum málum. „Heimsmeistaramótið skiptir alveg rosalega miklu máli. Við erum að standa í þessu allan ársins hring. Síðasta keppnisárið kostaði okkur tíu milljónir. Og HM er hátíð fyrir danspör. Þar er maður að hitta gamla vini, kynnast nýjum, sýna sig og sjá aðra.“Þurfa að hugsa um hag heildarinnar Þegar Guðfinna Ármannsdóttir er spurð hvers vegna DSÍ vildi ekki hleypa þeim Hönnu og Nikita tiltekur hún nokkrar ástæður. „Þau eru ekki búin að dansa í heilt ár. Við höfum engar forsendur til þess að meta þau út frá neinu nema það sem þau gerðu fyrir ári síðan,“ segir hún. Guðfinna bendir einnig á að erfitt sé að halda opna æfingu þar sem öllum pörum sem hafi áhuga sé boðið. „Mörg pör eru að undirbúa sig fyrir mót í Bretlandi og sum eru farin þangað. Það er ekki sanngjarnt að eitt par geti lagt þessa bón fram. Það par hefur því kannski haft meiri tíma til að undirbúa sig en hin. Ef þessi ósk – að halda opna æfingu – hefði verið lögð fram af stjórninni eða landsliðsþjálfara hefði þetta verið öðruvísi. En þarna er eitt par að leggja þetta til og getur undirbúið sig betur. Það er ósanngjarnt.“ Guðfinna segist skilja Hönnu og Nikita. Hún segir þau hafa verið fremsta par landsins í þessum flokki þegar þau kepptu. „En við erum með fjögur þúsund manna íþróttasamband. Við verðum að starfa eftir einhverjum reglum. Ég skil alveg afstöðuna að stundum þurfi að beygja reglurnar. En það þarf þá að vera til hagsbóta fyrir alla,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég skil að þau vilji fara. Auðvitað er kappsmál að komast á HM. Allir alvöru keppnismenn vilja komast þangað.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira