Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Þór 4-1 | Loksins sigur hjá Fjölni Kristinn Páll Teitsson á Fjölnisvelli skrifar 27. júlí 2014 14:31 Vísir/Arnþór Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. Fjölnismenn höfðu fyrir leikinn ekki unnið leik í tæplega þrjá mánuði. Síðasti sigur liðsins kom í annarri umferð fyrir norðan en uppskeran hafði verið rýr undanfarnar vikur. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega í eign heimamanna en fyrsta mark leiksins var umdeilt. IllugiGunnarsson sendi þá langa sendingu inn á miðvörðinn Bergsvein Ólafsson sem leit út fyrir að vera rangstæður en Bergsveinn kláraði færið glæsilega með bakfallsspyrnu. Heimamenn bættu við tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bæði komu þau eftir afar slakan varnarleik Þórsara. Fyrra markið skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson eftir flottan sprett þar sem hann lék á hvern varnarmann Þórsara á fætur öðrum og lagði boltann í hornið. Undir lok hálfleiksins gerði Gunnar Már Guðmundsson út um leikinn með snyrtilegri afgreiðslu. Ragnar Leósson átti þá sendingu inn á fjærstöng þar sem enginn fylgdist með Gunnari koma inn á vítateiginn og leggja boltann undir Sandor Matus í marki Þórs. Gestirnir að norðan náðu betra taki á leiknum í seinni hálfleik en ógnuðu aldrei forskoti Fjölnismanna. Þórður Birgisson náði að minnka muninn eftir að hafa komið inn af bekknum undir lok leiksins en Ágúst Örn Arnarson bætti við fjórða marki Fjölnismanna mínútu síðar. Ágúst hafði stuttu áður komið inná í fyrsta sinn fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni og skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Öruggur 4-1 sigur staðreynd og afar verðskuldaður. Gestirnir að norðan virkuðu einfaldlega týndir í leiknum og kom lítið úr sóknarleik liðsins og einbeitingarleysi í varnarleiknum kostaði þá á endanum. Bergsveinn: Er alltaf að segja Gústa að setja mig upp á topp„Þetta er mjög kærkomið. Eftir langan tíma án sigurs verður gaman að fagna með strákunum í klefanum,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis sáttur eftir leikinn. „Auðvitað settist þetta aðeins á sálina, við vorum að tapa leikjum og mörgum þeirra á síðustu mínútum leiksins. Það settist aðeins á sálina en við vorum staðráðnir í að ná sigri í dag.“ Bergsveinn átti fínan leik eins og allir aðrir leikmenn Fjölnis. „Við vorum staðráðnir að vinna fyrir klúbbinn og laga okkar stöðu. Við börðumst fyrir þessum þremur stigum og það var gríðarlega sætt að ná þeim. Það sem skiptir máli úr þessu eru þessi þrjú stig, ekkert annað.“ Bergsveinn skoraði glæsilegt mark í upphafi leiksins en myndbandið af því má sjá hér. „Ég hef ekki reynt þetta áður, ég er ekki svo vitlaus en ég reyndi þetta áðan og þetta gekk upp. Ég er ekki viss hvort ég hafi verið rangstæður en línuvörðurinn flaggaði ekki svo ég fór bara að fagna,“ sagði Bergsveinn sem vonaðist til þess að fá tækifærið fljótlega í framlínunni. „Að sjálfsögðu, ég er alltaf að segja honum að setja mig upp á topp,“ sagði Bergsveinn léttur. Páll Viðar: Stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar„Orðið martröð á vel við, það stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll eftir leikinn. „Ég er orðlaus yfir því hvernig strákarnir komu inn í þetta. Flestir leikirnir okkar eru upp á líf og dauða núna og við förum beinustu leið niður ef spilamennskan heldur áfram.“ Páll var ekki viss hvaða orð væri best til þess að lýsa andleysinu í leik Þórsara í dag. „Maður getur notað held ég bara flest lýsingaorð og andleysi er eitt þeirra. Þetta var okkar lélegasti hálfleikur lengi, við erum að fá á okkur léleg mörk sem ég hélt að við værum búnir að loka á.“ Eftir glæsilegan sigur á KR hefur uppskeran verið eitt stig í tveimur síðustu leikjum liðsins. „Það er ótrúlegt að leikmenn mæti mun meira spenntir upp í leik gegn FH og KR en svo þegar við mætum liðum sem eru í kringum okkur í deildinni eru menn einfaldlega ekki í takti,“ sagði Páll sem fann rangstöðufnyk af fyrsta marki Fjölnis. „Ég var ekki í línu við hann en hann var einkennilega mikið einn á þessu svæði en það var svosem ekki í eina skiptið sem menn voru einir inn á vítateig hjá okkur. Við vorum alltof langt frá mönnunum í öllum leiknum,“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Fjölnir vann fyrsta leik sinn í tæplega þrjá mánuði með stæl í 4-1 sigri á Þór í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var afar sanngjarn og var allt annað að sjá til liðsins en undanfarnar vikur. Fjölnismenn höfðu fyrir leikinn ekki unnið leik í tæplega þrjá mánuði. Síðasti sigur liðsins kom í annarri umferð fyrir norðan en uppskeran hafði verið rýr undanfarnar vikur. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega í eign heimamanna en fyrsta mark leiksins var umdeilt. IllugiGunnarsson sendi þá langa sendingu inn á miðvörðinn Bergsvein Ólafsson sem leit út fyrir að vera rangstæður en Bergsveinn kláraði færið glæsilega með bakfallsspyrnu. Heimamenn bættu við tveimur mörkum í fyrri hálfleik og bæði komu þau eftir afar slakan varnarleik Þórsara. Fyrra markið skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson eftir flottan sprett þar sem hann lék á hvern varnarmann Þórsara á fætur öðrum og lagði boltann í hornið. Undir lok hálfleiksins gerði Gunnar Már Guðmundsson út um leikinn með snyrtilegri afgreiðslu. Ragnar Leósson átti þá sendingu inn á fjærstöng þar sem enginn fylgdist með Gunnari koma inn á vítateiginn og leggja boltann undir Sandor Matus í marki Þórs. Gestirnir að norðan náðu betra taki á leiknum í seinni hálfleik en ógnuðu aldrei forskoti Fjölnismanna. Þórður Birgisson náði að minnka muninn eftir að hafa komið inn af bekknum undir lok leiksins en Ágúst Örn Arnarson bætti við fjórða marki Fjölnismanna mínútu síðar. Ágúst hafði stuttu áður komið inná í fyrsta sinn fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni og skoraði hann með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Öruggur 4-1 sigur staðreynd og afar verðskuldaður. Gestirnir að norðan virkuðu einfaldlega týndir í leiknum og kom lítið úr sóknarleik liðsins og einbeitingarleysi í varnarleiknum kostaði þá á endanum. Bergsveinn: Er alltaf að segja Gústa að setja mig upp á topp„Þetta er mjög kærkomið. Eftir langan tíma án sigurs verður gaman að fagna með strákunum í klefanum,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis sáttur eftir leikinn. „Auðvitað settist þetta aðeins á sálina, við vorum að tapa leikjum og mörgum þeirra á síðustu mínútum leiksins. Það settist aðeins á sálina en við vorum staðráðnir í að ná sigri í dag.“ Bergsveinn átti fínan leik eins og allir aðrir leikmenn Fjölnis. „Við vorum staðráðnir að vinna fyrir klúbbinn og laga okkar stöðu. Við börðumst fyrir þessum þremur stigum og það var gríðarlega sætt að ná þeim. Það sem skiptir máli úr þessu eru þessi þrjú stig, ekkert annað.“ Bergsveinn skoraði glæsilegt mark í upphafi leiksins en myndbandið af því má sjá hér. „Ég hef ekki reynt þetta áður, ég er ekki svo vitlaus en ég reyndi þetta áðan og þetta gekk upp. Ég er ekki viss hvort ég hafi verið rangstæður en línuvörðurinn flaggaði ekki svo ég fór bara að fagna,“ sagði Bergsveinn sem vonaðist til þess að fá tækifærið fljótlega í framlínunni. „Að sjálfsögðu, ég er alltaf að segja honum að setja mig upp á topp,“ sagði Bergsveinn léttur. Páll Viðar: Stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar„Orðið martröð á vel við, það stóð ekki steinn yfir steini í leik okkar í fyrri hálfleik,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hundfúll eftir leikinn. „Ég er orðlaus yfir því hvernig strákarnir komu inn í þetta. Flestir leikirnir okkar eru upp á líf og dauða núna og við förum beinustu leið niður ef spilamennskan heldur áfram.“ Páll var ekki viss hvaða orð væri best til þess að lýsa andleysinu í leik Þórsara í dag. „Maður getur notað held ég bara flest lýsingaorð og andleysi er eitt þeirra. Þetta var okkar lélegasti hálfleikur lengi, við erum að fá á okkur léleg mörk sem ég hélt að við værum búnir að loka á.“ Eftir glæsilegan sigur á KR hefur uppskeran verið eitt stig í tveimur síðustu leikjum liðsins. „Það er ótrúlegt að leikmenn mæti mun meira spenntir upp í leik gegn FH og KR en svo þegar við mætum liðum sem eru í kringum okkur í deildinni eru menn einfaldlega ekki í takti,“ sagði Páll sem fann rangstöðufnyk af fyrsta marki Fjölnis. „Ég var ekki í línu við hann en hann var einkennilega mikið einn á þessu svæði en það var svosem ekki í eina skiptið sem menn voru einir inn á vítateig hjá okkur. Við vorum alltof langt frá mönnunum í öllum leiknum,“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti