Nýr náttúrupassi Linda Blöndal skrifar 26. nóvember 2014 18:30 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira