Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2014 19:44 Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira