Pólitískt útspil sem setur skipulagsmál í vitleysu Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2014 19:44 Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Allir þingmenn Framsóknarflokksins að ráðherrum flokksins undanskildum vilja að skipulagsvaldið varðandi Reykjavíkurflugvöll verði tekið af borginni og fært til Alþingis. Borgarstjóri segir skipulagsmál fara í vitleysu ætli Alþingi sér að grípa inn í þau í einstökum deiumálum. Samkvæmt frumvarpi framsóknarþingmanna sem lagt var fram á Alþingi í gær væri skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar fært undir innanríkisráðherra og Alþingi, sem skipaði fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar. Þá yrði bæði aðal- og deiliskipulag flugvallarins í höndum Alþingis. Nánast nokkrum klukkustundum eftir að framsóknarþingmenn leggja til að skipulagsvaldið verði tekið af borginni varðandi Reykjavíkurflugvöll tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, fyrstu skóflustungurnar fyrir byggingu stærri flugstjórnarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar er möguleg vegna þess skipulags sem gildir um svæðið og er einnig hluti af samkomulagi sem borgarstjóri, innanríkisráðherra og forsætisráðherra skrifuðu undir í Hörpu í október í fyrra. Borgarstjóri segir það vonda hugmynd að Alþingi grípi hugsanlega alltaf inn í varðandi deilur í skipulagsmálum. „Þá fara skipulagsmálin að vera í bútum og einhverri vitleysu. Ef það er eitthvað sem talist getur prinsipp í íslenskri pólitík þá er það að ákvarðanir í skipulagsmálum eru best teknar út frá heildarhag og heildarsýn. En af sveitarfélögum sem eru í nánustu tengslum við íbúana,“ segir Dagur. Þetta prinsipp eigi ekki að brjóta í einstökum málum. En það eykur auðvitað vikt frumvarpsins að það er lagt fram af öllum óbreyttum þingmönnum annars stjórnarflokksins.Finnst þér þetta vera frekleg afskipti af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar?„Ég held að þetta sé fyrst og fremst einhvers konar pólitískt útspil frekar en þetta sé hugsað í samhengi við það hvernig er best er að halda á vandasömum skipulagsmálum á Íslandi til langs tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira