„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 12:45 visir/valli Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira