Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél eftir vélhjólaslys

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Manninum er haldið sofandi.
Manninum er haldið sofandi.
Manninum sem slasaðist í vélhjólaslysi skammt frá Akranesi í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi fór maðurinn útaf veginum rétt austan við bæinn Kjalardal á sjötta tímanum í gær. Maðurinn mun hafa kastast af hjólinu og lenti töluvert langt frá veginum. Tildrög slyssins eru enn í rannsókn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×