„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. febrúar 2014 17:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni. Mín skoðun Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni.
Mín skoðun Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira