Jökulsárgljúfur rýmt á innan við sex tímum ef gos hæfist Sveinn Arnarsson skrifar 20. ágúst 2014 09:45 Gönguleiðum í grennd við Dettifoss hefur verið lokað Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Áætlun er til um að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi í Bárðarbungu. Þetta segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. „Viðbragðsáætlunin hefur verið yfirfarin og hefur verið í mótun hjá okkur, Almannavörnum og lögreglunni allt frá því óvissustigi var lýst yfir. Viðbragðsáætlunin tekur til svæðis á milli Dettifoss í suðri og að Ásbyrgi í norðri. Þetta svæði munum við rýma eins fljótt og auðið er. Svæðið er ekkert stórt í sjálfu sér en það eru margar gönguleiðir vestan árinnar sem þyrfti að fara um,“ segir Hjörleifur. Hann telur að það muni taka starfsmenn og björgunarsveitir um sex tíma að rýma allt svæðið og að gengið yrði í það verk um leið og fregnir bærust um að eldgos væri hafið. Staðarhaldarar í Ásbyrgi vænta þess af gestum svæðisins að þeir sæki sér upplýsingar á innan við sex klukkustunda fresti til þess að vera vel upplýstir um stöðu mála. „Við höfum lokað einni gönguleið þar sem við vitum að er ekki símasamband. Þetta gerum við til að tryggja það að hægt sé að ná til fólks ef það er á svæðinu. Þar er um að ræða gönguleiðir í Hafragilsundirlendi, rétt neðan við Dettifoss.“ Hjörleifur telur það afar raunhæft að rýma svæðið á innan við sex tímum. „Við höfum á að skipa bæði fjórhjólum og vélhjólum, sem og gangandi mönnum einnig. Við leggjum áherslu á svæðið vestan Jökulsár þar sem gönguleiðirnar eru en björgunarsveitirnar munu síðan rýma svæðið austan ár. Við teljum þetta raunhæft og munum því rýma svæðið bæði til norðurs og suðurs,“ segir Hjörleifur.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira