Tíu ár frá því að synjunarvaldi forsetans var fyrst beitt Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2014 19:30 Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira