Tíu ár frá því að synjunarvaldi forsetans var fyrst beitt Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2014 19:30 Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira