Oddviti D-listans telur fjárhagsstöðuna góða Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:08 Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira