Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Fyrirtæki Ásdísar Höllu sér um heimaþjónustu fyrir Garðabæ Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira