Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 12:17 Ekki voru til nægilega góðar ljósmyndir af mögulegu handafari á svölum. Mikið hefur verið rætt um mögulegt endurkast blóðs í Egilsstaðamorðmálinu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Friðrik Brynjar var í hvítri peysu þegar morðið var framið en ekki hafði slest á peysuna blóð. „Við erum að tala um hundrað stungur," sagði Sveinn Andri Sveinsson verjandi Friðriks, „Má ekki ætla að því fleiri sem þær eru því líklegra er nú að það slettist á gerandann?" „Ekki endilega því blæðingin verður mest í byrjun og innvortis, síðan er blóðþrýstingur fallinn. En ég skil hvað þú átt við," svaraði Jóhann Eyvindsson matsmaður. Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að bana Karli Jónssyni í maí á síðasta ári. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en nú er til skoðunar ný matsgerð í málinu. Ljóst þykir að Karl Jónsson var dreginn út á svalir íbúðar sinnar eftir að hafa verið stunginn hundrað sinnum í bringu, höfuð, læri og kvið. Friðrik hefur alltaf neitað sök í málinu en viðurkennir að hafa dregið Karl út á svalirnar. „Við áttum von á því að finna blóð á sokkum ákærða miðað við þennan drátt út á svalir. Og við fundum það," sagði Jóhann í vitnaleiðslum í dag. Karl var dreginn með þeim hætti að tekið var í hægri handlegg hans. „Krumpað svæði á stroffi þolanda bendir til þess að það hafi verið blóð þar. Sem aftur bendir til þess að gerandinn hafi fengið blóð á sig," sagði matsmaðurinn. Matsmennirnir telja að blóðslettur og dragför á gólfi íbúðarinnar staðfesti að Karl hafi verið dreginn yfir þröskuld svalanna og þar hafi andlit hans skollið í steyptar svalirnar. Lófafar á svalahandriðinu var skoðað sérstaklega. „Ef þetta er lófafar þá er það í samræmi við að gerandinn er að draga líkamann yfir þröskuldinn og sækir sér stuðning með því að taka í handriðið," sagði Jóhann sem nú ber vitni um skýrslu sína. Þá spurði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Friðriks: „Er hægt að draga ályktanir að þarna sé far einstaklings sem er að stökkva fram af svölunum?" Og gaf þar með í skyn að jafnvel hafi einhver annar verið að verki sem hafi flúið af vettvangi yfir svalahandriðið. „Það er mjög erfitt að draga einhverjar ályktanir," sagði matsmaðurinn og sýndi ljósmynd af handafarinu, „þetta er besta myndin og hún sýnir okkur voða lítið." Tengdar fréttir Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mögulegt endurkast blóðs í Egilsstaðamorðmálinu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Friðrik Brynjar var í hvítri peysu þegar morðið var framið en ekki hafði slest á peysuna blóð. „Við erum að tala um hundrað stungur," sagði Sveinn Andri Sveinsson verjandi Friðriks, „Má ekki ætla að því fleiri sem þær eru því líklegra er nú að það slettist á gerandann?" „Ekki endilega því blæðingin verður mest í byrjun og innvortis, síðan er blóðþrýstingur fallinn. En ég skil hvað þú átt við," svaraði Jóhann Eyvindsson matsmaður. Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að bana Karli Jónssyni í maí á síðasta ári. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en nú er til skoðunar ný matsgerð í málinu. Ljóst þykir að Karl Jónsson var dreginn út á svalir íbúðar sinnar eftir að hafa verið stunginn hundrað sinnum í bringu, höfuð, læri og kvið. Friðrik hefur alltaf neitað sök í málinu en viðurkennir að hafa dregið Karl út á svalirnar. „Við áttum von á því að finna blóð á sokkum ákærða miðað við þennan drátt út á svalir. Og við fundum það," sagði Jóhann í vitnaleiðslum í dag. Karl var dreginn með þeim hætti að tekið var í hægri handlegg hans. „Krumpað svæði á stroffi þolanda bendir til þess að það hafi verið blóð þar. Sem aftur bendir til þess að gerandinn hafi fengið blóð á sig," sagði matsmaðurinn. Matsmennirnir telja að blóðslettur og dragför á gólfi íbúðarinnar staðfesti að Karl hafi verið dreginn yfir þröskuld svalanna og þar hafi andlit hans skollið í steyptar svalirnar. Lófafar á svalahandriðinu var skoðað sérstaklega. „Ef þetta er lófafar þá er það í samræmi við að gerandinn er að draga líkamann yfir þröskuldinn og sækir sér stuðning með því að taka í handriðið," sagði Jóhann sem nú ber vitni um skýrslu sína. Þá spurði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Friðriks: „Er hægt að draga ályktanir að þarna sé far einstaklings sem er að stökkva fram af svölunum?" Og gaf þar með í skyn að jafnvel hafi einhver annar verið að verki sem hafi flúið af vettvangi yfir svalahandriðið. „Það er mjög erfitt að draga einhverjar ályktanir," sagði matsmaðurinn og sýndi ljósmynd af handafarinu, „þetta er besta myndin og hún sýnir okkur voða lítið."
Tengdar fréttir Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37