Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 12:17 Ekki voru til nægilega góðar ljósmyndir af mögulegu handafari á svölum. Mikið hefur verið rætt um mögulegt endurkast blóðs í Egilsstaðamorðmálinu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Friðrik Brynjar var í hvítri peysu þegar morðið var framið en ekki hafði slest á peysuna blóð. „Við erum að tala um hundrað stungur," sagði Sveinn Andri Sveinsson verjandi Friðriks, „Má ekki ætla að því fleiri sem þær eru því líklegra er nú að það slettist á gerandann?" „Ekki endilega því blæðingin verður mest í byrjun og innvortis, síðan er blóðþrýstingur fallinn. En ég skil hvað þú átt við," svaraði Jóhann Eyvindsson matsmaður. Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að bana Karli Jónssyni í maí á síðasta ári. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en nú er til skoðunar ný matsgerð í málinu. Ljóst þykir að Karl Jónsson var dreginn út á svalir íbúðar sinnar eftir að hafa verið stunginn hundrað sinnum í bringu, höfuð, læri og kvið. Friðrik hefur alltaf neitað sök í málinu en viðurkennir að hafa dregið Karl út á svalirnar. „Við áttum von á því að finna blóð á sokkum ákærða miðað við þennan drátt út á svalir. Og við fundum það," sagði Jóhann í vitnaleiðslum í dag. Karl var dreginn með þeim hætti að tekið var í hægri handlegg hans. „Krumpað svæði á stroffi þolanda bendir til þess að það hafi verið blóð þar. Sem aftur bendir til þess að gerandinn hafi fengið blóð á sig," sagði matsmaðurinn. Matsmennirnir telja að blóðslettur og dragför á gólfi íbúðarinnar staðfesti að Karl hafi verið dreginn yfir þröskuld svalanna og þar hafi andlit hans skollið í steyptar svalirnar. Lófafar á svalahandriðinu var skoðað sérstaklega. „Ef þetta er lófafar þá er það í samræmi við að gerandinn er að draga líkamann yfir þröskuldinn og sækir sér stuðning með því að taka í handriðið," sagði Jóhann sem nú ber vitni um skýrslu sína. Þá spurði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Friðriks: „Er hægt að draga ályktanir að þarna sé far einstaklings sem er að stökkva fram af svölunum?" Og gaf þar með í skyn að jafnvel hafi einhver annar verið að verki sem hafi flúið af vettvangi yfir svalahandriðið. „Það er mjög erfitt að draga einhverjar ályktanir," sagði matsmaðurinn og sýndi ljósmynd af handafarinu, „þetta er besta myndin og hún sýnir okkur voða lítið." Tengdar fréttir Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mögulegt endurkast blóðs í Egilsstaðamorðmálinu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Friðrik Brynjar var í hvítri peysu þegar morðið var framið en ekki hafði slest á peysuna blóð. „Við erum að tala um hundrað stungur," sagði Sveinn Andri Sveinsson verjandi Friðriks, „Má ekki ætla að því fleiri sem þær eru því líklegra er nú að það slettist á gerandann?" „Ekki endilega því blæðingin verður mest í byrjun og innvortis, síðan er blóðþrýstingur fallinn. En ég skil hvað þú átt við," svaraði Jóhann Eyvindsson matsmaður. Friðrik Brynjar Friðriksson var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að bana Karli Jónssyni í maí á síðasta ári. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en nú er til skoðunar ný matsgerð í málinu. Ljóst þykir að Karl Jónsson var dreginn út á svalir íbúðar sinnar eftir að hafa verið stunginn hundrað sinnum í bringu, höfuð, læri og kvið. Friðrik hefur alltaf neitað sök í málinu en viðurkennir að hafa dregið Karl út á svalirnar. „Við áttum von á því að finna blóð á sokkum ákærða miðað við þennan drátt út á svalir. Og við fundum það," sagði Jóhann í vitnaleiðslum í dag. Karl var dreginn með þeim hætti að tekið var í hægri handlegg hans. „Krumpað svæði á stroffi þolanda bendir til þess að það hafi verið blóð þar. Sem aftur bendir til þess að gerandinn hafi fengið blóð á sig," sagði matsmaðurinn. Matsmennirnir telja að blóðslettur og dragför á gólfi íbúðarinnar staðfesti að Karl hafi verið dreginn yfir þröskuld svalanna og þar hafi andlit hans skollið í steyptar svalirnar. Lófafar á svalahandriðinu var skoðað sérstaklega. „Ef þetta er lófafar þá er það í samræmi við að gerandinn er að draga líkamann yfir þröskuldinn og sækir sér stuðning með því að taka í handriðið," sagði Jóhann sem nú ber vitni um skýrslu sína. Þá spurði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Friðriks: „Er hægt að draga ályktanir að þarna sé far einstaklings sem er að stökkva fram af svölunum?" Og gaf þar með í skyn að jafnvel hafi einhver annar verið að verki sem hafi flúið af vettvangi yfir svalahandriðið. „Það er mjög erfitt að draga einhverjar ályktanir," sagði matsmaðurinn og sýndi ljósmynd af handafarinu, „þetta er besta myndin og hún sýnir okkur voða lítið."
Tengdar fréttir Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37