Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 13:36 Friðrik Brynjar við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands Saksóknari hefur lagt mikla áherslu á það við réttarhöldin í dag að fá svör frá Jóhanni Eyvindssyni matsmanni um það hvenær Karl Jónsson var dreginn út á svalir í kjölfar þess að vera myrtur. Eins og áður segir hefur Friðrik Brynjar viðurkennt að hafa sjálfur dregið Karl út á svalirnar en hann neitar að hafa orðið valdur að dauða hans. Saksóknari bendir á að þrátt fyrir að tæplega níutíu stungur hafi verið á höfði Karls Jónssonar þá hafi ekki myndast blóðpollur þar sem matsmenn telja að hann hafi verið stunginn. Saksóknari gefur því í skyn að Karl hafi verið stunginn og dreginn strax í kjölfarið. Ekki standist að Karl hafi legið á gólfinu í einhvern tíma og þar hafi Friðrik Brynjar komið að honum og dregið út á svalirnar. Saksóknari hefur gengið mjög hart að matsmanni í dag. Fulltrúinn ranghvolfir meðal annars augum og styður fingri við andlit í spurningum sínum og virðist óþolinmóður við matsmanninn. Ástæðan er líklega að matsmaðurinn ítrekar svör sín um að þora ekki að fullyrða um eitt og annað sem bæði verjandi og saksóknari vilja gefa í skyn. Hann vill ekki draga of miklar ályktanir af þeim gögnum sem liggja fyrir.Sletti hundurinn blóðinu?Það sem matsmennirnir vilja meðal annars ekki fullyrða um eru blóðdropar í forstofu íbúðarinnar. Í skýrslu þeirra eru nokkur möguleg dæmi nefnd sem gætu passað við blóðdropana. Ein þeirra er að árásarmaðurinn hafi slett dropunum þegar hann yfirgaf íbúðina. Önnur tilgáta þeirra, og öllu myndrænni, er að hundur sem var á vettvangi glæpsins hafi atast út í blóði Karls og síðan farið í forstofuna þar sem hann hristi sig svo blóðið slettist í „Það sem við höfum eru fjarlægar myndir, óstaðsettar, af dropum. Við teljum þetta vera mjög lítið blóð og við nefnum ýmsar mögulegar orsakir en getum ekki fullyrt neitt um þær,“ segir Jóhann matsmaður.Enn lagt hart að matsmanninumSaksóknari spurði í dag beint út í skýrslu matsmannanna. Í skýrslunni segir meðal annars að niðurstöður matsmanna stemmi við framburð Friðriks Brynjars. Saksóknari gerir athugasemdir við þetta orðalag og bendir á að Friðrik hafi verið margsaga í málinu. „Í einum framburði mannsins segist Friðrik hafa komið að manninum alblóðugum í sófanum. Í annarri skýrslutöku segist hann hafa komið að honum liggjandi að gólfinu. Fyrir dómi segist hann hafa komið að manninum hálfum yfir þröskuldinn en þegar matsmenn hröktu það þá breytti hann aftur framburði sínum. En nú eruð þið að segja að niðurstöður ykkar séu að einhverju leyti í samræmi við framburð Friðriks Brynjars. Og ég velti því þá fyrir mér hvaða framburð þið eigið við. Þetta skiptir svolitlu máli,“ sagði saksóknari meðal annars. Matsmaðurinn gat ekki svarað því um hvaða framburð Friðriks hann ætti við og viðurkenndi að um mistök af sinni hálfu hefði verið. Nú hafa vitnaleiðslur yfir matsmanninum staðið yfir í tvær og hálfa klukkustund. Þegar verjandi Friðriks spyr hann spurninga í lok vitnaleiðslunnar hváir matsmaðurinn og segist "vera orðinn ansi þreyttur.“ Lái honum hver sem vill. Málið er umfangsmikið og hér hefur verið farið yfir mjög umfangsmikil gögn. Í lok vitnaleiðslunnar biður saksóknari matsmanninn um að fara yfir menntun og reynslu sína á þessu sviði. Hann gekk í Indiana University í Bandaríkjunum og tók þar nám sem að þriðjungi var náttúru og eðlisvísindi, þriðjungur tengdist afbrota og lögfræði og þriðjungur vettvangsfræði. Hann fékk meðal annars bóklega kennslu og verklega þjálfun í náminu, þar af 40 klukkustundir sem voru af blóðferlagreiningu og 40 klukkustundir af vettvangsljósmyndun. Hann sá um allar tæknirannsóknir fyrir lögregluna á Suðurnesjum á árunum 2007 til 2009. „Hefur þú komið að blóðferlagreiningum og slíkum rannsóknum áður?“ spyr saksóknari og skýrslutöku lýkur með því að matsmaður segist ekki hafa komið að viðlíka brotum og þessum áður. Hann hafi fengist við sjálfsvíg og blóðferlagreiningar tengdar þeim. Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Saksóknari hefur lagt mikla áherslu á það við réttarhöldin í dag að fá svör frá Jóhanni Eyvindssyni matsmanni um það hvenær Karl Jónsson var dreginn út á svalir í kjölfar þess að vera myrtur. Eins og áður segir hefur Friðrik Brynjar viðurkennt að hafa sjálfur dregið Karl út á svalirnar en hann neitar að hafa orðið valdur að dauða hans. Saksóknari bendir á að þrátt fyrir að tæplega níutíu stungur hafi verið á höfði Karls Jónssonar þá hafi ekki myndast blóðpollur þar sem matsmenn telja að hann hafi verið stunginn. Saksóknari gefur því í skyn að Karl hafi verið stunginn og dreginn strax í kjölfarið. Ekki standist að Karl hafi legið á gólfinu í einhvern tíma og þar hafi Friðrik Brynjar komið að honum og dregið út á svalirnar. Saksóknari hefur gengið mjög hart að matsmanni í dag. Fulltrúinn ranghvolfir meðal annars augum og styður fingri við andlit í spurningum sínum og virðist óþolinmóður við matsmanninn. Ástæðan er líklega að matsmaðurinn ítrekar svör sín um að þora ekki að fullyrða um eitt og annað sem bæði verjandi og saksóknari vilja gefa í skyn. Hann vill ekki draga of miklar ályktanir af þeim gögnum sem liggja fyrir.Sletti hundurinn blóðinu?Það sem matsmennirnir vilja meðal annars ekki fullyrða um eru blóðdropar í forstofu íbúðarinnar. Í skýrslu þeirra eru nokkur möguleg dæmi nefnd sem gætu passað við blóðdropana. Ein þeirra er að árásarmaðurinn hafi slett dropunum þegar hann yfirgaf íbúðina. Önnur tilgáta þeirra, og öllu myndrænni, er að hundur sem var á vettvangi glæpsins hafi atast út í blóði Karls og síðan farið í forstofuna þar sem hann hristi sig svo blóðið slettist í „Það sem við höfum eru fjarlægar myndir, óstaðsettar, af dropum. Við teljum þetta vera mjög lítið blóð og við nefnum ýmsar mögulegar orsakir en getum ekki fullyrt neitt um þær,“ segir Jóhann matsmaður.Enn lagt hart að matsmanninumSaksóknari spurði í dag beint út í skýrslu matsmannanna. Í skýrslunni segir meðal annars að niðurstöður matsmanna stemmi við framburð Friðriks Brynjars. Saksóknari gerir athugasemdir við þetta orðalag og bendir á að Friðrik hafi verið margsaga í málinu. „Í einum framburði mannsins segist Friðrik hafa komið að manninum alblóðugum í sófanum. Í annarri skýrslutöku segist hann hafa komið að honum liggjandi að gólfinu. Fyrir dómi segist hann hafa komið að manninum hálfum yfir þröskuldinn en þegar matsmenn hröktu það þá breytti hann aftur framburði sínum. En nú eruð þið að segja að niðurstöður ykkar séu að einhverju leyti í samræmi við framburð Friðriks Brynjars. Og ég velti því þá fyrir mér hvaða framburð þið eigið við. Þetta skiptir svolitlu máli,“ sagði saksóknari meðal annars. Matsmaðurinn gat ekki svarað því um hvaða framburð Friðriks hann ætti við og viðurkenndi að um mistök af sinni hálfu hefði verið. Nú hafa vitnaleiðslur yfir matsmanninum staðið yfir í tvær og hálfa klukkustund. Þegar verjandi Friðriks spyr hann spurninga í lok vitnaleiðslunnar hváir matsmaðurinn og segist "vera orðinn ansi þreyttur.“ Lái honum hver sem vill. Málið er umfangsmikið og hér hefur verið farið yfir mjög umfangsmikil gögn. Í lok vitnaleiðslunnar biður saksóknari matsmanninn um að fara yfir menntun og reynslu sína á þessu sviði. Hann gekk í Indiana University í Bandaríkjunum og tók þar nám sem að þriðjungi var náttúru og eðlisvísindi, þriðjungur tengdist afbrota og lögfræði og þriðjungur vettvangsfræði. Hann fékk meðal annars bóklega kennslu og verklega þjálfun í náminu, þar af 40 klukkustundir sem voru af blóðferlagreiningu og 40 klukkustundir af vettvangsljósmyndun. Hann sá um allar tæknirannsóknir fyrir lögregluna á Suðurnesjum á árunum 2007 til 2009. „Hefur þú komið að blóðferlagreiningum og slíkum rannsóknum áður?“ spyr saksóknari og skýrslutöku lýkur með því að matsmaður segist ekki hafa komið að viðlíka brotum og þessum áður. Hann hafi fengist við sjálfsvíg og blóðferlagreiningar tengdar þeim.
Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37