Lögregla notaði úreltar rannsóknaraðferðir Snærós Sindradóttir skrifar 27. maí 2014 15:08 Friðrik Brynjar Friðriksson við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. VÍSIR/VIlli Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig. Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ekki var gerð fullnægjandi efnarannsókn á baðvaski og niðurfalli í íbúð Karls Jónssonar eftir andlát hans. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna, þeirra Gillian Leak og Jóhanns Eyvindssonar, sem voru dómkvödd til að leggja mat sitt á gögn morðmálsins á Egilsstöðum. Vitnaleiðslur yfir matsmönnunum hafa staðið yfir síðan klukkan ellefu í morgun. „Minn skilningur er að vatnslásinn hafi verið tekinn úr vaskinum en ekki hafi verið gerð nein efnafræðileg rannsókn á niðurfalli,“ sagði Gillian í svari sínu við spurningu verjanda Friðriks um rannsókn á baðvaskinum. „Ég hef komið á hundruðir morðvettvanga þar sem vatnslásinn er alltaf skoðaður. Við finnum mjög sjaldan blóð í vatnslásinum hinsvegar höfum við óteljandi oft fundið útþynntar leyfar við niðurfall sem og í keðjunni sem heldur tappanum. Blóðið er oft mjög erfitt að sjá en með notkun réttra efna er oft hægt að sjá fölbleika litun á þessum stöðum.“ Saksóknari spurði þá hvort það breytti áliti Gillian að rannsakendur lýstu upp vaskinn með ljósi en fundu ekki blóð í vaskinum. „Nei við myndum ekki einungis treysta á ljós.“ Verjandi Friðriks, Sveinn Andri Sveinsson, spurði Gillian hvort hún teldi þá aðferð sem rannsakendur í málinu á Egilsstöðum notuðu við rannsókn vasksins úrelta. Gillian tók svo til orða: „Ja, það má orða það þannig að við í réttarmeinafræðinni hættum að gera þetta fyrir rúmlega tíu árum síðan.“ Undir þetta tekur Jóhann Eyvindsson, hinn íslenski matsmaður sem dómkvaddur var til að fara yfir gögn málsins. "Ég hef lært aðferðir við að gera þetta með því að taka strokur en þetta með vatnslásinn er eitthvað sem ég þekki ekki." Skýrsla var tekin af Gillian í gegnum síma í dómsal í dag. Dómtúlkur átti um tíma erfitt með að heyra nægilega vel í henni og andrúmsloft dómsalsins bar með sér að flestir vildu að vitnaleiðslan kláraðist fljótt. Þá ríkti misskilningur á milli Gillian og dómtúlksins um hvaða sönnunargögn og myndir var verið að ræða hverju sinni sem olli enn frekari töfum á vitnaleiðslunni. Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborningur í málinu, var sérstaklega orðinn óþolinmóður. Hann skók sér mikið í sætinu og var haldinn stöðugri fótaóeirð. Vegna nauðsynjar þess að túlka orð Gillian tóku allar fyrirspurnir helmingi lengri tíma og gengu mun verr fyrir sig.
Tengdar fréttir Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17 Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37 Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Hundrað stungur skildu ekki eftir sig blóðslettur Hvít peysa sem Friðrik Brynjar var í þegar morðið var framið var ekki blóðug. 27. maí 2014 12:17
Ekki vitað hvaðan morðvopnið er fengið Vitnaleiðslur í Egilsstaðamorðmálinu fara nú fram við Héraðsdóm Reykjavíkur 27. maí 2014 11:37
Hundurinn gæti hafa slett blóðinu Mörgum álitaefnum hefur verið velt upp í vitnaleiðslum yfir matsmanni í Egilsstaðamorðmáinu í dag. 27. maí 2014 13:36