Innlent

Segir frá því á TripAdvisor þegar henni var nauðgað á Íslandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hjónin fóru út að skemmta sér nóttina örlagaríku.
Hjónin fóru út að skemmta sér nóttina örlagaríku.
Bandarísk kona segir frá nauðgun sem hún varð fyrir á hótelherbergi í Reykjavík á síðasta ári á vefsíðunni TripAdvisor. TripAdvisor er afar vinsæl heimasíða þar sem ferðamenn geta gefið einkunn fyrir þjónustu og vöru sem þeir nýta á ferðalögum sínum.

Konan, sem heitir Nataliya Riggs, segir í athugasemd sinni að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum út að skemmta sér nóttina örlagaríku.

Frásögn konunnar í heild sinni á vef TripAdvisor.mynd/tripadvisor
Hún segir þau hafa komið seint heim, bæði hafi þau verið vel í glasi og ekki haft rænu til þess að opna dyrnar að hótelherberginu sjálf. Starfsmaður hótelsins hafi því opnað fyrir þeim, en í för með þeim hafi verið ókunnugur maður.

„En hann hleypti þessum ókunnuga manni einnig inn með okkur. Eiginmaður minn sofnaði og ókunnugi maðurinn nauðgaði mér,“ segir Nataliya

„Á hótelinu eru öryggismyndavélar. Við héldum að það gæti hjálpað okkur við að ná fram réttlætinu en hótelstjórinn tilkynnti okkur það að öryggiskerfi þeirra virkar ekki. Þetta hótel er ekki öruggt. Þeir taka ekkert tillit til öryggis gesta sinna. Ef svo væri, þá hefði þessi  martröð aldrei átt sér stað,“ skrifar Nataliya að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×