Ísland áhrifalaust með EES-samningum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 09:27 Pia kynnti skýrsluna í morgun. Vísir/KJ „Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins. ESB-málið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins.
ESB-málið Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent