Logi Pedro og Skítamórall leiða saman hesta sína Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. mars 2014 09:00 Logi Pedro Stefánsson og Hanni Bach eru hér hressir í hljóðverinu. Logi Pedro aðstoðaði Skítamórall í nýju lagi sem ber titilinn Þú ert ein af þeim. vísir/pjetur „Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira