Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Á þriðja tug aðgerða þurfti að fresta í gær þrátt fyrir að skurðlæknar væru við störf. Biðlistar lengjast sökum þessa. vísir/getty „Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira