„Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2014 12:20 Hér má sjá Michael Jón Clarke í bolnum. „Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir,“ segir Michael Jón Clarke, tónlistarkennari. Hann hefur látið búa til bol með mynd af fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni og utanríkisráðherranum Gunnari Braga Sveinssyni. Þar er einnig mynd af lúxusjeppa og er eftirfarandi texti á bolnum „Ráku ræstingakonur en keyptu sér lúxusbíla. Djöfulsins snillingar!“ „Já, mér finnst að maður verði að finna vettvang til sýna skoðanir sínar. Og finnst að þær eigi að liggja fyrir; vera augljósar,“ segir Michael sem er búsettur á Akureyri. Hann lét gera bolinn hjá fyrirtæki í bænum. „Já, ég keypti mér bol í Hagkaup, fann þessar myndir á netinu og lét prenta. Þetta kom rosalega vel út. En ég er ekki viss um að allir séu jafn ánægðir með þetta,“ bætir hann við.“ Michael stendur nú í kjarabaráttu eins og aðrir tónlistakennarar. „Ég er í öðru starfsmannafélagi en flestir aðrir kennarar og við erum ekki í verkfalli. Við erum fimm tónlistakennarar sem erum ekki í verkfalli, sem sitjum hér eftir. Okkur finnst okkar staða ofboðslega erfið.“ Michael segir að kröfur tónlistakennara séu afar sanngjarnar. „Við erum ekki að fara fram á einhver lúxuslaun. Bara að við verðum með sambærileg laun og grunnskólakennarar. Við erum til dæmis ekki að fram á að fá sömu laun og háskólakennarar, sem eru samt sjálfir að fara í verkfall. En ef maður skoðar menntun margra tónlistakenna, þá eru þeir yfirleitt með mjög sambærilega menntun og háskólakennarar. Við erum bara að fara fram á eðlileg laun.“ Hann segir bolinn samt vera víðtækari ádeilu en bara að einblína á kjarabaráttu tónlistakennara. „Þetta á bara við um allt ástandið hér á landi, sem er alls ekki nógu gott.“ Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
„Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir,“ segir Michael Jón Clarke, tónlistarkennari. Hann hefur látið búa til bol með mynd af fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni og utanríkisráðherranum Gunnari Braga Sveinssyni. Þar er einnig mynd af lúxusjeppa og er eftirfarandi texti á bolnum „Ráku ræstingakonur en keyptu sér lúxusbíla. Djöfulsins snillingar!“ „Já, mér finnst að maður verði að finna vettvang til sýna skoðanir sínar. Og finnst að þær eigi að liggja fyrir; vera augljósar,“ segir Michael sem er búsettur á Akureyri. Hann lét gera bolinn hjá fyrirtæki í bænum. „Já, ég keypti mér bol í Hagkaup, fann þessar myndir á netinu og lét prenta. Þetta kom rosalega vel út. En ég er ekki viss um að allir séu jafn ánægðir með þetta,“ bætir hann við.“ Michael stendur nú í kjarabaráttu eins og aðrir tónlistakennarar. „Ég er í öðru starfsmannafélagi en flestir aðrir kennarar og við erum ekki í verkfalli. Við erum fimm tónlistakennarar sem erum ekki í verkfalli, sem sitjum hér eftir. Okkur finnst okkar staða ofboðslega erfið.“ Michael segir að kröfur tónlistakennara séu afar sanngjarnar. „Við erum ekki að fara fram á einhver lúxuslaun. Bara að við verðum með sambærileg laun og grunnskólakennarar. Við erum til dæmis ekki að fram á að fá sömu laun og háskólakennarar, sem eru samt sjálfir að fara í verkfall. En ef maður skoðar menntun margra tónlistakenna, þá eru þeir yfirleitt með mjög sambærilega menntun og háskólakennarar. Við erum bara að fara fram á eðlileg laun.“ Hann segir bolinn samt vera víðtækari ádeilu en bara að einblína á kjarabaráttu tónlistakennara. „Þetta á bara við um allt ástandið hér á landi, sem er alls ekki nógu gott.“
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira