Stefnum að ánægjustund í hádeginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 12:00 Víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson ætlar að kynna djass fyrir almenningi. Mynd/Úr einkasafni „Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að taka hátt í tíu lög, gamla standarda frá 1930 til 1950,“ segir Reynir Sigurðsson víbrafónleikari um efnisvalið á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, föstudag. Um nýja tónleikaröð er að ræða sem nefnist Jazz í hádeginu og Reynir ætlar að ríða á vaðið ásamt nokkrum félögum. Hann leiðir kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal sem leikur á altsax og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á rythmagítar og Leifi Gunnarssyni sem leikur á kontrabassa og er jafnframt listrænn stjórnandi dagskrárinnar. Leifur orðar það svo að kvartettinn muni „töfra fram tóna frá meisturum gullaldarinnar“. Eitt laganna sem leikið verður er Memories of you og Reynir á fallega sögu um það. „Louis Armstrong fór í stúdíó með hljómsveit sína 16. október 1930. Trommuleikarinn í þeirri sveit, Lionel Hampton, sá víbrafón úti í horni í stúdíóinu og gat ekki leynt áhuga sínum á hljóðfærinu og fór að spila þetta lag, Memories of you. Louis Armstrong varð svo hrifinn að hann bað Hampton að nota víbrafóninn í upptökunni og sagan segir að það hafi verið í fyrsta sinn sem víbrafónn var notaður í djassi.“ Hádegistónleikarnir í Gerðubergi standa frá 12.15 til 13. Hver efnisskrá verður flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi og endurtekin á sunnudegi.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira