Hugmynd sem lét mig ekki í friði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 14:00 Álfrún í hlutverki sínu í Kameljóni sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira